Nickel-strákarnir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 222 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2021 | 222 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2021 | 3.690 kr. |
Um bókina
Elwood Curtis er efnilegur piltur í Tallahassee í Florida-fylki sem verður innblásinn af ræðum dr. Martin Luther King. En í Bandaríkjum sjöunda áratugarins má drengur sem er dökkur á hörund alls ekki misstíga sig.
Elwood lendir í hremmingum sem leiða til þess að hann er sendur í betrunarskóla fyrir ungmenni á villustigum, Nickel-skólann. Þar bíður harkaleg vist en sáluhjálp hans verður vinátta við Turner, sem finnst Elwood bláeygur úr hófi fram, veröldin sé flá og eina leiðin til að komast af sé lævísi, launráð og að forðast vandræði. Eftir því sem vistin í Nickel-skólanum verður háskalegri eykst spennan á milli hugsjóna Elwoods og tortryggni Turners og leiðir að lokum til afdrifaríkra ákvarðana.
Nickel-strákarnir er byggð á sögu raunverulegs skóla sem var starfræktur í 111 ár og mótaði líf þúsunda barna. Colson Whitehead er einn rómaðasti rithöfundur Bandaríkjanna og hefur í tvígang fengið virtustu bókmenntaverðlaun sem þar eru veitt, Pulitzer-verðlaunin – í seinna skiptið árið 2020 fyrir Nickel-strákana.