Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Náttúrulögmálin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 597 | 7.290 kr. | ||
Kilja | 2024 | 597 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 597 | 7.290 kr. | ||
Kilja | 2024 | 597 | 4.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 3.690 kr. |
Um bókina
Náttúrulögmálin er söguleg skáldsaga þar sem brugðið er á leik með heimildir og staðreyndir svo úr verður karnivalísk og bráðskemmtileg frásögn af kaupstaðarlífi Ísafjarðar á miklum umbreytingatímum í sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.
Snemmsumars árið 1925 kallar yngsti, fegursti og jafnframt óviljugasti biskup Íslands, séra Jón Hallvarðsson, til prestastefnu á Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum. En með uppátæki sínu hleypir biskup af stað ófyrirsjáanlegri sjö daga atburðarás þar sem náttúra staðarins kallast á við náttúru mannsins.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
7 umsagnir um Náttúrulögmálin
embla –
„Bókin beinlínis leiftrar af frásagnargleði og dásamlegri fyndni. Hér er samt tekist á við ýmsar alvarlegar tilvistarspurningar og örlögunum storkað á séríslenskan hátt. Þessi saga er hreinlega dásamleg frá upphafi til enda.“
Eva Halldóra Guðmundsdóttir / Lifðu núna
embla –
„Söguleg skáldsaga, full af húmor og skrifuð af mikilli orðgnótt. Söguna einkennir rífandi frásagnargleði, listfengi í stíl og frumlegur söguþráður. Þrátt fyrir fjörið og léttleikann er hér tekist á við stórar heimspekilegar spurningar svo úr verður innhaldsríkt og eftirtektarvert skáldverk.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl er örugglega ein skemmtilegasta íslenska skáldsagan sem út kemur þetta árið.“
Kristján Jóhann Jónsson / Morgunblaðið
embla –
„Við segjum það bara: Bravó!“
Egill Helgason / Kiljan
embla –
„Þetta er óstjórnlega skemmtilegt.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan
embla –
„… ég stóð mig að því að sakna hennar þegar ég var ekki að lesa hana … Vá og bravó.“
Sunna Dís Másdóttir / Kiljan
embla –
„Áhrifin eru þau að lesandanum finnst hann vera að lesa ekki bara stóra skáldsögu heldur líka alhliða samfélagslýsingu.“
Þorsteinn Vilhjálmsson / Heimildin