Mynd á þili

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 5.100 kr.
spinner

Mynd á þili

5.100 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2005 5.100 kr.
spinner

Um bókina

Bókin Mynd á þili – íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld eftir Þóru Kristjánsdóttur list- og sagnfræðing er gefin út í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Fróðleikur um listsköpun Íslendinga frá siðaskiptum fram á 18. öld hefur fram til þessa verið af skornum skammti. Hér eru kynntir til sögunnar íslenskir myndlistarmenn þessa tímabils og þau verk þeirra sem varðveist hafa og liggur mikið fræðistarf að baki ýmsum nýjum niðurstöðum.

Í bókinni eru hundruð ljósmynda af fagurlega útskornum munum og málverkum, dýrmætum altaristöflum og predikunarstólum sem og minningartöflum, kistlum og fleiri góðum gripum, sem allir bera vitni um þann menningarsögulega fjársjóð sem skapandi einstaklingar fyrri alda hafa fært þjóðinni í arf með listiðkun sinni.

Þóra Kristjánsdóttir, list- og sagnfræðingur, hefur stundað rannsóknir á myndlistararfi þessa tímabils, leitað að höfundum íslenskra kirkjulistaverka frá 16., 17. og 18. öld og beitt fjölbreyttum aðferðum við leitina. Þetta tímabil íslenskrar myndlistar er tiltölulega lítt rannsakað og er tilgangur útgáfunnar fyrst og fremst að leiða íslenska listamenn fyrri alda fram í dagsljósið svo þeir megi verða almenningseign og lesendur skilji betur samhengið í íslenskri myndlist.

Mjög hefur verið vandað til þessa verks á öllum stigum og er óhætt að fullyrða að það ber aðstandendum sínum fagurt vitni um fagmennsku allt frá rannsóknarvinnu til endanlegs prentgrips.

Í bókinni er útdráttur úr efni hennar í enskri þýðingu Önnu Yates.

„Bókin Mynd á þili er áberandi, ef ekki framúrskarandi vel úr garði gerð, til hennar óspart vandað, augnayndi frá einni síðu til annarrar … um kjörgrip að ræða sem ekkert menningarheimili getur verið þekkt fyrir að vera án.“
Bragi Ásgeirsson / MORGUNBLAÐIÐ

„…verulegur fengur að þessari miklu bók
Viðar Hreinsson / Kistan.is

Tengdar bækur

2.290 kr.
litil-biblia
3.790 kr.
2.290 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
4.590 kr.
4.090 kr.
2.190 kr.

INNskráning

Nýskráning