Mundu mig, ég man þig
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 505 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 505 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Um bókina
Fyrir tuttugu árum stóðu Poppy og Serena í nákvæmlega sömu sporum. Í tuttugu ár hafa þær lifað hvor í sínum heimi. Á unglingsaldri voru þær ákærðar fyrir hræðilegan glæp og réttarhöldin urðu að fjölmiðlafári. Serena var sýknuð en Poppy dæmd til ævilangrar fangavistar. Eftir öll þessi ár er Serena enn á flótta undan fortíðinni en Poppy er loks laus úr fangelsi og vill draga allan sannleikann fram í dagsljósið. Minningin um manninn sem misnotaði traust þeirra ásækir þær báðar og smám saman verður þeim ljóst að til að geta haldið áfram verða þær að svipta hulunni af því sem gerðist í raun, hversu sársaukafullt sem það kann að reynast.
Mundu mig, ég man þig eftir Dorothy Koomson er snjöll og átakanleg saga; í senn sálfræðitryllir og mögnuð frásögn um leyndarmál og svik, glataða æsku og hvað það þýðir að fullorðnast.
Halla Sverrisdóttir þýddi.