Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 597 8.890 kr.
spinner

Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV

8.890 kr.

Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2011 597 8.890 kr.
spinner

Um bókina

Morkinskinna er mikið konungasagnarit frá fyrri hluta 13. aldar og greinir frá þeim konungum sem ríktu í Noregi eftir fall Ólafs helga á Stiklarstöðum árið 1030. Ritið mun í öndverðu hafa náð fram til þess tíma er Sverrir Sigurðarson tekur að berjast til valda í Noregi seint á 12. öld, en niðurlagið er glatað. Hér er á ferð elsta rit þar sem saga margra konunga er rakin ítarlega.

Morkinskinna gerist einkum við norsku hirðina, og mikill áhugi er þar á hirðmenningu og hirðlífi. Konungar eru sýndir í samskiptum við þegnana, og greina má þar mikinn áhuga á konungsvaldi. Verkið má því kalla samfélagsspegil þar sem hirðlífið er skoðað í ýmsum myndum. Enn fremur ber ritið vitni miklu dálæti á framandi löndum, og drjúgur hluti þess gerist í Austur-Evrópu og löndunum umhverfis Miðjarðarhaf. Ein höfuðprýði Morkinskinnu eru hinar mörgu frásagnir af samskiptum konunga við Íslendinga sem dveljast í Noregi, hinir svonefndu Íslendinga þættir. Flestir eru þættirnir í sögu Haralds harðráða. Sumir þáttanna eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska, Halldórs þáttur Snorrasonar, Hreiðars þáttur heimska og Sneglu-Halla þáttur. Í Morkinskinnu eru fleiri vísur en í nokkru öðru fornu íslensku sagnariti, og setja þær og hin íslensku skáld mikinn svip á verkið.

Morkinskinna er hér í fyrsta sinn gerð aðgengileg íslenskum almenningi, með ítarlegum formála og skýringum. Verkið er í tveimur bindum; í þeim báðum eru formálar og skýringar, en skrár og kort sem gilda fyrir bæði bindin eru í því síðara.

Útgáfur Íslenzkra fornrita eru gerðar úr garði með rækilegum inngangi og skýringum á kveðskap og torskildum orðum neðanmáls, auk sögulegrar, mannfræðilegrar og landfræðilegrar glöggvunar á atburðum og aðstæðum þar sem þurfa þykir.

Tengdar bækur

2.690 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
6.490 kr.
Sögur fyrir 1 árs ný
3.690 kr.
3.690 kr.4.190 kr.
3.990 kr.4.690 kr.
3.190 kr.
990 kr.1.990 kr.
4.590 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.
Biskupa sögur II: Íslenzk fornrit XVI
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning