Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 525 9.490 kr.
spinner

Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra

9.490 kr.

Mold ert þú - kápa
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2023 525 9.490 kr.
spinner

Um bókina

Moldin fæðir og klæðir jarðarbúa og hún miðlar jafnframt ferskvatni um vistkerfi. Skilningur á náttúrunni og hvernig hún bregst við álagi vegna athafna mannsins á jörðinni krefst þekkingar á jarðvegi. Jarðvegur á Íslandi er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur, því aðstæður fyrir þróun hans hérlendis eru afar sérstakar. Grunnur að jarðvegsfræði er lagður í upphafi bókarinnar og síðan er íslenskum jarðvegi gerð sérstök skil. Í bókinni er varpað ljósi á hversu miðlæg moldin er í kolefnishringrás jarðar, enda er þar að finna meira kolefni en í gróðri og andrúmslofti samanlagt. Hún getur bæði bundið og losað CO° og hefur afgerandi áhrif á styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu og loftslagshlýnun.

Í Mold ert þú er útskýrt af hverju áhrif frosts á náttúruna eru meiri hérlendis en þekkist annars staðar. Hinum einstöku sandauðnum og áhrifum þeirra á öll vistkerfi landsins er einnig gefinn sérstakur gaumur. Leitast er við að opna augu lesandans fyrir eðli og ástandi vistkerfa – þar sem moldin gegnir lykilhlutverki ásamt gróðurþáttum. Ferli hnignunar eru skýrð sem og þeir þættir sem skilgreina ástand lands. Í bókinni er dregin upp skýr mynd af stöðu íslenskra vistkerfa sem víða eru í afar hnignandi ástandi. Fjallað er um rætur landhnignunar og rangrar landnýtingar hérlendis sem annars staðar, en þeirra er m.a. að leita í lögum, styrkjakerfi, samdaunasýki o.fl. þáttum. Að lokum er vikið að vistheimt – endurheimt vistkerfa – sem er e.t.v. mikilvægasta viðfangsefni mannkynsins nú á dögum.

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Be the first to review “Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra”

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

1 2 3 4 5

Tengdar bækur