Minnisbók Mayu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 399 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 399 | 990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Maya Vidal er hamingjusöm hjá afa og ömmu í Kaliforníu þangað til hún missir afa sinn sextán ára gömul. Amma leggst í þunglyndi og eftirlitslaus lendir Maya í afleitum félagsskap, drykkju og dópi.
Svo djúpt sekkur hún í glæpafenið að þegar „verndari“ hennar í glæpaheimum er myrtur eru ekki aðeins félagar hans á eftir henni heldur alríkislögreglan líka. Maya flýr til Chiloé-eyja lengst undan suðurströnd Chile og þar rifjar hún upp þessi átakamiklu unglingsár, umlukin töfrandi fagurri náttúru og harmrænni sögu chilesku þjóðarinnar. En þegar hún virðist loks hafa höndlað hamingjuna nær fortíðin í skottið á henni. Undan henni verður ekki komist án uppgjörs.
Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 14 klukkustundir og 39 mínútur að lengd. Vigdís Hrefna Pálsdóttir les.
„… djörf, meinfyndin og nístandi saga um kynferðisofbeldi, pólitísk grimmdarverk, þjóðarskömm og myrk fjölskylduleyndarmál …“
Booklist
„Allende er meistari í að toga í hjartaræturnar.“
Kirkus Review