Minnisbók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 2.375 kr. | |||
Rafbók | 2023 | 892 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2008 | 2.375 kr. | |||
Rafbók | 2023 | 892 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Í Minnisbók rekur Sigurð Pálsson skáld minningar sínar frá Frakklandi á árunum 1967–1982. Hann kemur til Parísar á miklum óróa- og uppreisnartímum, nítján ára nýstúdent og prestssonur að norðan, og hefur nám í frönsku og síðar leikhúsfræðum og bókmenntum við Sorbonne-háskóla. Heim fer hann fullmótað skáld að námi loknu. Sagan einkennist af frásagnargleði, einlægni og ljúfsárum tilfinningum. Þetta er fyndin og töfrandi lýsing á tíðaranda, aldarspegill mikilla umbrota í vestrænni sögu. Maí ´68, Janis, Jim og Jimi, Montparnasse, Gata Meistara Alberts, Listaskáldin vondu … Ótalmargar persónur skjóta upp kollinum, sumar heimsþekktar, aðrar óþekktar og jafnvel nafnlausar, en allar dregnar skýrum dráttum.
Í endurminningaþríleik Sigurðar eru einnig Bernskubók og Táningsbók.
Sigurður hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Minnisbók árið 2007.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 49 mínútur að lengd. Hannes Óli Ágústsson les.
Hér má hlusta á brot úr fyrsta kafla hljóðbókarinnar:
4 umsagnir um Minnisbók
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Fágætlega góð … einhver skemmtilegasta endurminningabók sem ég hef lesið, Þetta er sælgæti … maður smjattar á hverri setningu … afskaplega hrífandi stemning … maður verður fylgisveinn þinn … aldeilis yndisleg bók.“
Sigmundur Ernir Rúnarsson / Mannamál / Stöð 2
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… ein skemmtilegasta endurminningabók sem ég hef lesið um árabil.“
Þröstur Helgason / Lesbók Mbl.
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Sigurður Pálsson er eitt af meiriháttar ljóðskáldum tuttugustu aldar. Og ekki nóg með það – ég held að í hugum mjög margra sé Sigurður holdgervingur „skáldsins“ sjálfs. Sem slíkur er hann órjúfanlegur hluti af miðbæ Reykjavíkur ekki síður en íslensku menningarlífi og ætti eiginlega að setja hann á heimsminjaskrá.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Ísland í dag / Stöð 2
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… Og þetta er unaðsleg bók. Ég naut hvers einasta kafla og skældi þegar ég lauk við hana. Marga kaflana las ég upphátt fyrir eiginmanninn og við hlógum og grétum í kros … Ég tek mér orð ástsæls sálaðs klerks í munn og segi: Hafi höfundur og útgáfa innilega þökk fyrir góða bók.“
Silja Aðalsteinsdóttir / tmm.is