Meðvirkni – orsakir, einkenni, úrræði
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 288 | 3.790 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.990 kr. |
Meðvirkni – orsakir, einkenni, úrræði
1.990 kr. – 3.790 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 288 | 3.790 kr. | ||
Rafbók | 2022 | 1.990 kr. |
Um bókina
Meðvirkni er ástand sem getur haft áhrif á allt líf okkar, fjölskyldu og frama, hugsanir, tilfinningar og hegðun. Ef þeir sem haldnir eru meðvirkni leita sér ekki hjálpar geta þessi áhrif orðið eyðileggjandi og endað í vítahring sem afar erfitt er að komast út úr.
Meðvirkir einstaklingar hafa lagað sig að óeðlilegum aðstæðum ? til dæmis í tilfinningasambandi við fíkla og ofbeldismenn og þeir hjálpa viðkomandi að forðast að takast á við vandamál sín. Rótanna er oft að leita í bernsku hins meðvirka og Pia Mellody telur að til að læknast af meðvirkni þurfi fólk að byrja á að græða sárin sem það varð fyrir í uppeldinu.
Pia Mellody er einn helsti brautryðjandinn í skilgreiningu á meðvirkni og hefur gefið út ýmsar bækur og kennsluefni um greiningu, orsakir og meðhöndlun vandans. Meðvirkni er þekktasta verk hennar og hefur selst í hundruðum þúsunda eintaka.
• Horfst í augu við meðvirkni
• Fimm kjarnaeinkenni sem leggja líf okkar í rúst
• Tilfinningaleg skaðsemi ofbeldis og misbeitingar
• Rætur meðvirkni
• Frá kynslóð til kynslóðar
• Ofbeldi – líkamlegt, kynferðislegt, tilfinningalegt, vitsmunalegt og andlegt
• Í átt að bata
„Fræði Piu Mellody hafa ekki aðeins haft gífurleg áhrif á líf mitt heldur eru þau einnig leiðandi hugmyndafræði í mínu starfi – því hún einfaldlega virkar.“
Kjartan Pálmason, guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni – fjölskyldumiðstöð
„… áhrifaríkar leiðir til að takast á við meðvirkni … Þetta er glæsileg bók.“
John Bradshaw