Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 41 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 41 | 3.290 kr. |
Um bókina
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina er fjörug saga um litla mús sem villist inn í tónlistarhús. Þar er heil sinfóníuhljómsveit að hefja æfingu og músin Maxi þvælist fyrir fótum hljóðfæraleikaranna góða stund á meðan þeir stilla hljóðfærin sín og gera sig klára. Um leið lærir hann hvað hljóðfærin heita og hvers konar hljóð þau gefa frá sér. Maxi fylgist með æfingunni sem verður sannkallað ævintýri og gefst að lokum tækifæri til að hlusta á tónleika innan um prúðbúna tónleikagesti.
Söguna skrifar Hallfríður Ólafsdóttir, leiðandi flautuleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og myndirnar teiknar starfsbróðir hennar í hljómsveitinni, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari.
Bókinni fylgir geisladiskur þar sem Valur Freyr Einarsson leikari les söguna skreytta líflegum áhrifshljóðum og Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur tónverkin sem við sögu koma: Hátíðargjall fyrir hinn almenna borgara eftir Aaron Copland, Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns, að ógleymdu Laginu hans Maxa eftir Hallfríði Ólafsdóttur. Hljómsveitarstjóri er Rumon Gamba.
Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina er skemmtileg saga sem geymir heilmikinn fróðleik um hljóðfæri sinfóníuhljómsveitarinnar og sígilda tónlist. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 3 til 10 ára.