Matti: Saga af drengnum með breiða nefið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 47 | 3.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 47 | 3.790 kr. |
Um bókina
Söguleg saga um bernsku Matthíasar Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði er síðar varð klerkur og skáld, þjóðskáld. Það var ekki bara að pilturinn Matti hafi verið kallaður drengurinn með breiða nefið, heldur og drengurinn í gráa klútnum. Eða drengurinn í skinnsokknum eða jafnvel drengurinn með breiða nefið. Sjálfur kallaði hann sig bara Matta, Matta Skratta, bætti hann gjarnan við og hló við. Inn í söguna fléttast fjölmargar persónur úr sagnaarfi Matta. Af þeim nægir að nefna hans þekktasta fír Skugga-Svein, einnig koma við sögu Galdra-Héðinn, Gudda, Jón sterki og meira að segja Ketill Skrækur.
Höfundar bókarinnar eru listahjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil G. Kristjánsdóttir. Elfar skapar textann en Marsibil myndirnar. Þetta er önnur barnabók þeirra hjóna en fyrri bókin er einnig sótt í bernskuævi listamanns fyrir vestan. Þar er um að ræða bernsku Guðmundar Thorsteinssonar sem var kallaður Muggur. Enda heitir bókverkið Muggur saga af strák.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar