Mataræði – handbók um hollustu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 159 | 1.695 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2010 | 159 | 1.695 kr. |
Um bókina
Gagnleg matarviskuráð frá Michael Pollan, margverðlaunuðum metsöluhöfundi og baráttumanni fyrir hollu mataræði. Það þarf ekki að vera flókið að borða, en nú til dags fáum við endalausar ráðleggingar um hvað er hollt og hvað óhollt og verðum fyrir bragðið rugluð í ríminu.
Nú getum við andað léttar vegna þess að hér eru settar fram einfaldar og skýrar reglur um hvað ber að varast ef við viljum huga að heilsunni. Michael Pollan er ekki næringarfræðingur en hefur eins og við öll óþrjótandi áhuga á neyslumynstri nútímamannsins og bendir á hvílíka óhollustu okkur hættir til að láta ofan í okkur.
Bókin Mataræði – handbók um hollustu er gagnlegt leiðbeiningarrit sem inniheldur mikinn fróðleik um innihaldsefni og samsetningu fæðunnar og hvernig hún hefur breyst í tímans rás.
Hér má finna ótal hugmyndir um hvað er best að borða!