Martröð með myglusvepp

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2017 96 3.290 kr.
spinner

Martröð með myglusvepp

3.290 kr.

Martröð með myglusvepp
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2017 96 3.290 kr.
spinner

Um bókina

Í bókinni eru átta reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun af völdum myglusveppa, hvernig fólkið brást við og leiðir þess til að sigrast á vandanum.

Greint er frá einkennum fólks af völdum myglusveppa, hugsanlegum bataleiðum varðandi fæðu og lífshætti og hvað beri að varast. Drepið er á endurskoðun laga og reglna og upplýsinga leitað hjá sérfræðingum í byggingargeiranum og myglusveppafræðingi.

Um þrjátíu ljósmyndir eru í bókinni, þær sýna húðútbrot á fólki, raka- og mygluskemmdir í híbýlum og viðgerðir vegna tjóns.

Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa eru samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viðurlögum í þessum efnum er ábótavant.

Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeitrunar er takmörkuð. Læknar standa iðulega ráðþrota. Mögulegar leiðir til að ná bata geta farið eftir hverjum og einum.

Tengdar bækur

5.990 kr.
Trjáklippingar
3.390 kr.
Garðverkin
4.390 kr.
1.390 kr.
2.690 kr.
1.790 kr.
2.290 kr.
1.890 kr.
4.990 kr.
3.890 kr.
7.290 kr.
9.190 kr.
4.290 kr.7.890 kr.
4.190 kr.

INNskráning

Nýskráning