Málverkið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 323 | 4.140 kr. | ||
Kilja | 2012 | 323 | 1.550 kr. | ||
Geisladiskur | 2011 | Mp3 | 99 kr. | ||
Rafbók | 2011 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 323 | 4.140 kr. | ||
Kilja | 2012 | 323 | 1.550 kr. | ||
Geisladiskur | 2011 | Mp3 | 99 kr. | ||
Rafbók | 2011 | 990 kr. |
Um bókina
Í Málverkinu spinnur Ólafur Jóhann Ólafsson saman örlagasögur Alice og eiginmanns hennar og Kristínar og meistarans sem hún vann hjá. Átökin eru hörð í stríði milli þjóða, stríði milli einstaklinga og í því stríði sem einstaklingurinn heyr í eigin brjósti.
Ólafur Jóhann Ólafsson fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir síðustu bók sína, sagnasafnið Aldingarðinn (2006), og ein sagan, Apríl, hlaut O. Henry-verðlaunin í Bandaríkjunum árið 2008. Bækur hans hafa verið gefnar út á um tuttugu tungumálum og skáldsögurnar Höll minninganna og Slóð fiðrildanna voru báðar tilnefndar til IMPAC Dublin-bókmenntaverðlaunanna.
Málverkið er áttunda skáldsaga hans og sú áhrifamesta.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
5 umsagnir um Málverkið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Listilega gert málverk … málfarið stílhreint og tært. En undir fáguðu og tandurhreinu yfirborði kraumar heit ást, afbrýði, hatur og hefnd. … Fjölmargir aðdáendur hans Ólafs verða varla fyrir vonbrigðum með nýjasta sköpunarverk hans … vel skrifuð bók … fyrst og fremst skemmtileg.“
Anna Lilja Þórisdóttir / Morgunblaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Sögusviðið dregið mjög sterkum dráttum … Frásagnartækni höfundar nýtur sín ofboðslega vel … Þetta er „pageturner“.“
Egill Helgason / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Besta bók Ólafs Jóhanns … Mjög góður að skrifa um konur … gríðarlega vel heppnað verk og það er gaman að lesa það.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Yfir stíl bókarinnar hvílir einhver mildi, sem veldur því að heildarsvipur sögunnar verður ofboð fallegur, þó að greint sé frá sorgum og óhugnaði ásta og stríðs … Ólafi Jóhanni tekst ákaflega vel upp í þessari skáldsögu. Sýnilega vinnur hann úr heimildum af kostgæfni, en fyrst og fremst er Málverkið þó fagurlega skrifuð skáldsaga um örlög einstaklinga; ást, missi og eftirsjá … Eftirminnileg saga, svo vel unnin og fallega saman sett að það er hreinlega aðdáunarvert.“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Málverkið er margbrotið skáldverk þar sem pakkað er saman miklum örlögum … [Ólafur Jóhann] er flinkur að spinna þráð sem er fagurfræðilega fullnægjandi, hlaðinn spennu og rómans …“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn