Málfríðarsögur – Hljóðbók CD
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2012 | CD | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2012 | CD | 990 kr. |
Um bókina
Skordýraþjónusta Málfríðar
Hún Málfríður vinkona hans Kuggs er engin venjuleg kerling, hún fær alveg stórfurðulegar hugmyndir! Í þessari bók segir frá því sem gerðist þegar henni datt í hug að stofna eigið fyrirtæki…
Málfríður og tölvuskrímslið
Dag einn fær Kuggur bréf í tölvupósti frá vinkonu sinni Málfríði sem býður honum að koma í heimsókn og líta á nýjan hugbúnað þar á bæ. Ekki vissi Kuggur að Málfríður ætti tölvu: Satt að segja hélt hann að gömul kerling eins og hún gæti ekki einu sinni lært á slíkt tæki. En Tölfríður er reyndar engin venjuleg tölva.
Sögur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda hjá börnum enda býr mikil frásagnargleði í textanum. Sigrún hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir barnabækur sínar.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.
Vala Þórsdóttir les.