Fornar biblíuþýðingar – Makkabear
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 190 | 5.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 190 | 5.990 kr. |
Um bókina
Þessi bók er önnur í ritröðinni Fornar biblíuþýðingar. Hún hefur að geyma þýðingu á Makkabeabókunum sem gerð var á sextándu öld en hefur aldrei áður birst á prenti. Ritið telst til svonefndra apókrýfra rita Gamla testamentisins og dregur nafn sitt af frelsishetju Gyðinga, Júdasi Makkabeusi og bræðrum hans.
Þýðingin sem hér kemur fyrir augu lesenda er aðeins varðveitt í einu handriti sem skrifað var í Skálholti veturinn 1574–75 en er nú varðveitt í Cambridge á Englandi. Hún getur ekki hafa verið gerð löngu fyrr, því samanburður textans við fyrstu heildarútgáfu Biblíunnar á dönsku, sem prentuð var árið 1550, leiðir í ljós að íslenska þýðingin er gerð eftir henni.
Hér er texti þýðingarinnar prentaður með nútímastafsetningu lesendum til hægðarauka. Karl Óskar Ólafsson og Svanhildur Óskarsdóttir bjuggu hann til útgáfu og rituðu inngang.