Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Mæður geimfara
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 143 | 3.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 143 | 3.890 kr. |
Um bókina
Pálsteinn var fimmtíuogeins og alla þá daga sem hann hafði lifað eftir að hann fullorðnaðist hafði hann dreymt um að verða vitni að glæp …
Hér er á ferðinni litríkt sagnasafn um tilraunir manneskjunnar til að svífa – og nagandi vitneskjuna um þyngdaraflið sem sigrar alltaf.
Sigurbjörg Þrastardóttir skrifar ljóð, leiktexta og prósa og er margkunn heima og erlendis fyrir einstakan og ísmeygilegan stíl. Hún á að baki fjölmargar ljóðabækur, tvær skáldsögur og margvísleg önnur verk. Sigurbjörg hlaut tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Blysfarir.
2 umsagnir um Mæður geimfara
embla –
„Sigurbjörgu tekst að segja mikið í fáum orðum. Sögurnar eru í senn vitsmunaleg örvun og góð skemmtun í hæfilegum bitastærðum sem hægt er að njóta með morgunkaffinu, í strætó eða á biðstofunni hjá tannlækni.“
Ragnheiður Birgisdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Sagnasafnið Mæður geimfara eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur er bráðfyndið en að baki liggur stundum þung alvara, hugrenningatengsl um heimilisofbeldi, einmanaleika og útskúfun.“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá