Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Macramé – hnútar og hengi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 104 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 104 | 3.490 kr. |
Um bókina
Macramé er einföld, falleg og skemmtileg handavinna sem allir geta lært og notað til að fegra heimili sín. Það eina sem þarf er áhugi, iðnar hendur, kaðlar og skæri. Í þessari bók er farið yfir undirstöðuhnúta í macramé og sýnt skref fyrir skref hvernig hægt er að hnýta glæsileg vegghengi og dásamleg blómahengi. Einnig er farið í gegnum grunnatriði náttúrulegrar jurtalitunar og veglegur hugmyndakafli gefur innblástur að fjölmörgum macramé-verkefnum.
Í Macramé, hnútar og hengi láta Ninna Stefánsdóttir og Íris Dögg Einarsdóttir ljós sitt skína þar sem Ninna hnýtir hvert hengið af öðru af eindæma ástríðu og Íris fangar verkefnin á undurfallegar ljósmyndir sem prýða bókina.