Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Lóa með strá í nefi
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Stykki | 2015 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Stykki | 2015 | 3.490 kr. |
Um bókina
Úivistaráhugi landsmanna hefur aukist mikið á síðustu misserum og sífellt fleiri sækja í gönguferðir í náttúrunni. Stundum eru mörkin óljós á milli náttúru og sögu og þess vegna eru sögur hluti af öllum leiðarlýsingum í bókinni, þar á meðal um lóur sem sváfu með strá í nefinu.
Það er skemmtilegt að fara ólíkar leiðir, ná upp á toppa og á leiðarenda, en það er ekki síður skemmtilegt að vita eitthvað um örnefni, náttúru og sögur. Þannig er stundum hægt að fara í ferðalag sem er á mörkum draums og veruleika og búa til heilt ævintýri úr einni kvöldstund eða dagsparti.
Í þessari lausblaðabók er fjallað um 20 leiðir sem eru allar skammt frá höfuðborgarsvæðinu, fjallað um náttúru, umhverfi, sögur og landakort yfir hverja leið. Blöðin eru plasthúðuð og því einfalt að taka aðeins eitt blað með sér í hverja ferð.