Ljósvetninga saga: Íslenzk fornrit X

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1979 282 5.390 kr.
spinner

Ljósvetninga saga: Íslenzk fornrit X

5.390 kr.

Ljósvetninga saga: Íslenzk fornrit X
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 1979 282 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Ljósvetninga saga er varðveitt í tveimur gerðum, eldri gerð sem aðeins er til í brotum og yngri gerð sem er samfelld en aukin nokkrum sjálfstæðum þáttum sem varla hafa verið í frumgerðinni. Þannig er sagan illa varðveitt, og auk þess mun hún frá upphafi hafa verið óhagleg í sniðum og samsett af þremur mjög svo sundurleitum hlutum. Í fyrsta hluta segir frá deilum manna vegna óspektarmanns er Sölmundur hét.

Í miðhlutanum segir frá því er Þórir Helgason á Laugalandi í Hörgárdal og Þorkell hákur á Öxará, sonur Þorgeirs goða á Ljósavatni, komu á flot illmæli um Guðmund ríka á Möðruvöllum. Lýkur svo að Guðmundur fer að Þorkatli og fellir hann eftir vasklega vörn. Í síðasta hluta sögunnar segir frá margvíslegum ófriði milli yngri kynslóða, niðja Guðmundar ríka og Þorgeirs goða. Talið hefur verið að sagan muni rituð um eða eftir miðja 13. öld. En síðustu atburðir hennar gerast eftir miðja 11. öld, og teygist hún þannig nær í tíma en títt er um Íslendingasögur. Svipmót hennar við samtíðarsögur (Sturlungasögur og konungasögur) og tengsl við persónur þeirra, svo og frumstæð úrvinnsla úr munnmælasögnum, bendir til að hún kunni að vera með elstu Íslendingasögum, rituð á öndverðri 13. öld.

Reykdæla saga gerist á svipuðum slóðum sem Ljósvetninga saga en fyrr í tíma, á 10. öld, og því snertast sögurnar lítt. Reykdæla skiptist nokkuð glögglega í tvo hluta, og er fyrri hlutinn stundum kenndur við Vémund kögur (1.–16. kap.), en síðari hlutinn við Víga-Skútu (17.–30. kap.). Önnur aðalpersóna í fyrra hlutanum er móðurbróðir ribbaldans Vémundar, Áskell goði, sem jafnan reynir að koma á sættum og leynir banasári sínu til að firra vandræðum; göfugur heiðingi mótaður af söguhöfundi eftir kristnum siðaboðum. Sagan skiptist ekki aðeins í tvo meginkafla heldur og í marga smáþætti sem eru bláþráðum tengdir og því líkir að vera böngulega samdir eftir munnmælasögnum. Aldur sögunnar er óvís, en frumstæð gerð hennar og tíðar vísanir til munnmælasagna eru hvort tveggja fornleg einkenni.

Hreiðars þáttur er ein af perlum fornbókmenntanna. Hreiðar er heimóttarlegur íslenskur piltur sem leitar frama við hirð Noregskonungs en er hafður þar að spotti. Hann virðist fákænn en veit þó sínu viti undir niðri, enda reynist hann afreksmaður í mörgum greinum og mannast svo sem á söguna líður. Þó skilur hann að honum hentar best að hverfa heim í Svarfaðardal þar sem hann „gerist mikill maður fyrir sér“ og býr til elli.

Tengdar bækur

2.990 kr.4.290 kr.
4.590 kr.
4.590 kr.
9.190 kr.
3.190 kr.
5.490 kr.
3.590 kr.
4.390 kr.
3.190 kr.
Hekla-kapa-final
5.390 kr.
4.990 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning