Ljóðpundari
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 3.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 3.790 kr. |
Um bókina
Ljóðpundari er bráðskemmtileg barnaljóðabók eftir Þórarin Eldjárn, myndskreytt af Sigrúnu Eldjárn.
Hér má meðal annars lesa um kláran klár, vinina Urg og Surg, fíl í postulínsbúð og beinan banana. Í bókinni er líka vond vísnagáta og nöfn sem má lesa bæði aftur á bak og áfram.
Bækur Þórarins og Sigrúnar hafa notið gríðarlegra vinsælda um árabil, jafnt hjá börnum og fullorðnum, og fyrir þær hafa systkinin hlotið margs konar viðurkenningar, þar á meðal Barnabókaverðlaun Reykjavíkur fyrir Halastjörnu, Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir Grannmeti og átvexti, Árstíðirnar og Gælur, fælur og þvælur, og nú síðast var Fuglaþrugl og naflakrafl tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá hafa þau bæði hlotið Sögusteininn, Barnabókaverðlaun IBBY á Íslandi, fyrir framlag sitt til barnabókmennta.
2 umsagnir um Ljóðpundari
Arnar Tómas –
„Frábær bók fyrir foreldra til að lesa með börnum sínum og bara alla þá sem hafa gaman af léttum og glettum ljóðlestri.“
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir / Morgunblaðið
Arnar Tómas –
„Þórarinn hefur einstakt lag á að setja saman skemmtileg kvæði sem fá meira að segja óáhugasöm börn til að pæla í ljóðum og orðum, þori ég að alhæfa.“
Katrín Lilja / Lestrarklefinn