Ljóð muna ferð – úrval úr ljóðum Sigurðar Pálssonar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 271 | 5.190 kr. |
Ljóð muna ferð – úrval úr ljóðum Sigurðar Pálssonar
5.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 271 | 5.190 kr. |
Um bókina
Sigurður Pálsson (1948–2017) var afar fjölhæfur rithöfundur. Eftir hann liggur fjöldi verka, ljóð, leikrit, skáldsögur, endurminningar og þýðingar. Hann hlaut margs kyns verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og öðlaðist sess sem einn virtasti rithöfundur þjóðarinnar.
Sigurður var einstaklega hugmyndaríkt og listfengt skáld og ljóð hans búa yfir sérstökum töframætti. Á sinn persónulega hátt lofsöng hann fegurð og dýrð lífsins, en orti jafnframt af innsæi og næmi um þær flóknu og stundum sáru tilfinningar sem fylgja því að vera manneskja. Hann var einlægur fegurðarunnandi, í stöðugri uppreisn gegn niðurdrepandi öflum tilverunnar.
Í þetta úrval hefur Kristján Þórður Hrafnsson valið efni úr öllum sextán ljóðabókum Sigurðar. Hann ritar jafnframt formála um skáldið og ljóðin. Eftirmála ritar Ragnar Helgi Ólafsson.