Ljóð af ættarmóti

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 90 2.325 kr.
spinner

Ljóð af ættarmóti

2.325 kr.

Ljóð af ættarmóti
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2010 90 2.325 kr.
spinner

Um bókina

Í ljóðabók Antons Helga Jónssonar heyrum við raddir fólks á ættarmóti, eins og nafnið bendir til. Það fagnar gömlum vinum, segir slúðursögur, rifjar upp minningar, harmar liðna tíð, þráir liðna tíð, játar syndir sínar, opinberar syndir annarra, skammast út í aðra, skammast sín, áfellist yfirvöld eða engist um af samviskubiti. Hér geta allir heyrt í sjálfum sér – þú líka.

Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég lærði á klukku fimm ára.
Síðan hef ég alltaf mætt á réttum tíma.

Ég sinnti öllu sem ætlast var til af mér.
Stóð alltaf í skilum.
Var engum til ama.

Ekki hæla mér fyrir dugnað.
Ég sat af mér lífið í ágætu starfi.

Anton Helgi hefur hlotið lof og viðurkenningar fyrir ljóð sín, meðal annars Ljóðstaf Jóns úr Vör. Ljóð af ættarmóti er fimmta ljóðabók hans.

4 umsagnir um Ljóð af ættarmóti

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning