Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Litlir eldar alls staðar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 352 | 2.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 352 | 2.090 kr. |
Um bókina
Í Shaker-hæðum er allt ítarlega planað og enginn er meiri holdgervingur þess anda en Elena Richardson. Þar til Mia, leyndardómsfull listakona, flytur í þessa fullkomnu kúlu með unglingsdóttur sinni Pearl og leigir hús af Richardson-fjölskyldunni. En Mia á sér dularfulla fortíð og virðingarleysi hennar fyrir reglum ógnar þessu vandlega skipulagða samfélagi.
Þegar vinir Richardson-fjölskyldunnar reyna að ættleiða kínverskt-amerískt barn, gýs upp forræðisdeila sem verður til þess að Mia og frú Richardson verða andstæðingar. Frú Richardson verður staðráðin í að afhjúpa leyndarmálin í fortíð Miu. En þráhyggja hennar mun hafa óvæntar og skelfilegar afleiðingar.
Besta skáldsaga ársins 2017 í lesendavali Goodreads og Amazon.
3 umsagnir um Litlir eldar alls staðar
Elín Pálsdóttir –
„Það er vægt til orða tekið að segja að ég elski þessa bók, ég komst í geðshræringu. Sagan er djúpur leyndardómur um mátt móðurhlutverksins, ákefð unglingaástar og hættuna við fullkomnun.“
Reese Witherspoon
Elín Pálsdóttir –
„Fyndin, djúpvitur og ljúf. Hún er dásemd.“
Paula Hawkins
Elín Pálsdóttir –
„Ég var að klára Litlir eldar alls staðar og veit ekki hvað ég á að gera við sjálfa mig.“
Nigella Lawson