Lítil saga um latan unga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 25 | 2.715 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2010 | 25 | 2.715 kr. |
Um bókina
**** / Þorgeir Tryggvason / Rás 2
„… hressileg, fyndin og hárbeitt saga.“ / Sigurður Ólafsson / bokmenntir.is
Unga litla líður svo vel í hreiðrinu hjá mömmu sinni að hann vill aldrei fara burt. Það er því viðeigandi að mamma hans nefnir hann Hreiðar! Mamma gerir allt sem Hreiðar biður um en einn daginn fær hún nóg.
Lítil saga um latan unga er skemmtilegt ævintýri eftir Guðrúnu Helgadóttur um það að standa á eigin fótum. Anna Cynthia Leplar skreytir söguna glæsilegum myndum.
„Þetta er hressileg, fyndin og hárbeitt saga. Maður þarf ekki að vera mjög góður í því að lesa í táknsögur til að sjá hverjir eru skotspónar þessarar sögu Guðrúnar. Ég sting alla vega upp á þessari bók í jólapakkann, ekki bara til barna heldur líka til dofinna ungmenna á „hótel mömmu“ sem kannski hafa varðveitt barnið í sér aðeins meira en góðu hófi gegnir. Myndir Önnu Cynthiu Leplar passa frásögninni vel. Sérstaklega er forsíðumyndin kostuleg, af fýldum unglingnum sem hangir letilega í hreiðrinu með annan fótinn út í loftið.“
Sigurður Ólafsson / bokmenntir.is
****
Þorgeir Tryggvason / Rás 2
„Bókin er falleg, sorgleg og fyndin, allt í bland. Engu er ofaukið og bókin er prýðislesning sem á eflaust eftir að eldast vel.“
Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið