Línuleg dagskrá
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 20 | 1.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2018 | 20 | 1.990 kr. |
Um bókina
Línuleg dagskrá er fyrsta ljóðabók Ingólfs Eiríkssonar og sú 30. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist.
Í lofti er smjörþefur
af vetri.
Á himni er dagur tekinn að ryðga.
Í Línulegri dagskrá blandast ljúfsárar Reykjavíkurmyndir og kvæði um óreiðuna í hversdagslífi ungs borgarbúa.
Ingólfur Eiríksson er fæddur árið 1994. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og grunnámi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Ingólfur hefur birt ljóð í Tímariti Máls og menningar og Fríyrkjunni I. Hann hefur ásamt Matthíasi Tryggva Haraldssyni og Brynhildi Guðjónsdóttur þýtt leikritin Doktor Fástus í myrku ljósi eftir Gertrude Stein (sýnt á Herranótt 2013) og Sími látins manns eftir Söruh Ruhl (sýnt á Listahátíð í Reykjavík 2016).