Linda – ljós og skuggar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2003 | 2.065 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2003 | 2.065 kr. |
Um bókina
[Domar]
„Sérstaklega áhrifarík.“
KASTLJÓS
„Ég vil taka ofan fyrir henni (Lindu).
Er ég viss um að frásögn hennar eigi eftir
að hjálpa mörgum.“
Arna Schram / Morgunblaðið
[/Domar]
Linda Pétursdóttir er í hugum margra fegursta kona á Íslandi. Hún var valin Fegurðardrottning Íslands og síðan Ungfrú heimur, baðaði sig í ljómanum af heimsfrægðinni og varð umtöluð meðal fólks og í fjölmiðlum. Fljótlega haslaði Linda sér völl í atvinnulífinu, fyrst með því að stofna fyrirsætuskrifstofu, en síðan með því að hefja rekstur á heilsulind fyrir konur, Baðhúsinu, sem hún stjórnaði um árabil. Hún var ímynd glæsileika og velgengni.
En ekki fór hjá því að út kvisuðust sögur sem gáfu aðra mynd af henni og bentu til að ekki væri allt með felldu í einkalífinu.
Í þessari bók segir Linda í fyrsta sinn á opinskáan og einlægan hátt frá stormasömum ferli sínum, því mikla ævintýri að verða valin Ungfrú heimur, ástarsambandi þar sem hún var beitt fólskulegu ofbeldi, kynnum sínum af indverskum auðkýfingi sem bar hana á höndum sér, en síðan vaxandi þunglyndi og örvæntingu samfara ofdrykkju sem leiddi til sjálfsvígstilrauna. Þetta er saga um miklar sálarkvalir á bak við glansmyndina, saga sem ber þó í lokin með sér fyrirheit um nýtt og betra líf.