Lila
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 336 | 3.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 336 | 3.490 kr. |
Um bókina
Lila er munaðarlaus. Henni var misþyrmt í bernsku og hún var vanrækt. Hún er að dauða komin þegar utangarðskonan Doll nemur hana á brott. Við tekur líf á flótta, undir dimmum skugga ofbeldis, ógnar og örbirgðar, þótt stundum birti til. Eftir dauða Doll flækist Lila víða, er meðal annars á vændishúsi í stórborginni, sífellt á flótta undan fortíð sinni þar til hún kemur til smábæjarins Gilead. Hið eina sem hún á er flugbeittur hnífurinn hennar Doll, morðvopn.
Í nýjum og öruggum aðstæðum sem eiginkona prestsins John Ames, þarf hún að reynslu sína að friðsælu nýju lífi en jafnframt á köflum dómharðri trú og heimsmynd prestsins.
Hrífandi skáldsaga, spennandi og átakanleg, sem vekur áleitnar spurningar um siðgæði og trú, hugrekki og von, vanmátt og ósigra, ofbeldi og illsku — en líka um gleði og ást.
Lila er sjálfstæður hluti þríleiks ásamt skáldsögunum Gilead og Heima sem einnig hafa komið úr í íslenskri þýðingu Karls Sigurbjörnssonar.