Lifum lífinu hægar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2006 | 1.490 kr. |
Um bókina
Nú á dögum hraða og asa eru allt of margir sem eru í stöðugu kapphlaupi við tímann. Fólk berst við að koma sífellt fleiri verkefnum að á hverri klukkustund á kostnað þess að slaka á, njóta hluta almennilega og vera með fjölskyldu og vinum.
Margir kannast við Slow Food og aðrar hreyfingar sem kalla mætti hæglætishreyfingar. Í Lifum lífinu hægar nær hugtakið yfir öll svið lífsins, mat, kynlíf, vinnu, frístundir og uppeldi á börnum. Hæglæti merkir þó ekki alltaf hægt. Að framkvæma eitthvað með hæglæti leiðir gjarnan til skjótra niðurstaðna. Því það er hægt að gera flest hratt með hæglæti í huga. Markmið þessarar bókar er að sýna hvernig farið er að því.
Lifum lífinu hægar er fyrsta handbókin sem fjallar um hina ört vaxandi hæglætishreyfingu eða Slow. Með samblandi af rannsóknarblaðamennsku, sagnfræði og eigin reynslu útskýrir höfundur hvernig veröldin varð svona hraðskreið og hvernig hver og einn getur bætt líf sitt með því að hægja á ferðinni.