Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2020 | 160 | 2.990 kr. |
Um bókina
Lífsgæðadagbókin er bók sem eykur lífsgæði þín ef þú notar hana. Hver opna er vinnurammi fyrir einn dag. Þannig tryggjum við yfirsýn og að það sem mestu máli skiptir sé aðgengilegt á einum stað. Opnurnar eru ekki dagsettar þannig að þú ákveður hversu oft þú skrifar.
AÐFERÐIN SEM ÞÚ LÆRIR MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA BÓKINA ER OFUREINFÖLD EN MJÖG ÁRANGURSRÍK.
AÐ RÆKTA SAMBAND ÞITT VIÐ SJÁLFA(N) ÞIG. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður hugleiðingar þínar um lífið og tilveruna og styrkja þannig tengslin við langanir þínar, þrár og tilfinningar.
AÐ SETJA Í FORGANG ÞAÐ SEM ÞÉR FINNST NÆRANDI OG SKEMMTILEGT. Þú gefur þér tíma til að skrifa niður það sem þig langar mest að gera og færa þannig áherslurnar frá því sem þú þarft að gera yfir á það sem þig langar mest að gera hvern dag.
AÐ TAKMARKA VERKEFNI SEM ERU NAUÐSYNLEG EN EKKI NÆRANDI.
Þú skrifar niður það sem þú verður að gera en takmarkar þau verkefni þannig að þau séu ekki of mörg og gangi ekki um of á orku þína.
AÐ FORGANGSRAÐA Í ÞÁGU LÍFSGÆÐA OG HAMINGJU.
Þú forgangsraðar verkefnum með það að markmiði að hámarka nærandi verkefni en lágmarka þau sem eru það ekki.
Grunnurinn að lífsgæðum okkar byggist á því að við hlúum vel að grunnstoðunum fjórum; næringu, hreyfingu, samskiptum og svefni. Hugmyndin er að með því að skrifa niður stöðuna á þessum þáttum og hvernig má bæta þá verðum við meðvitaðri um að næra þessar grunnstoðir dag frá degi.
Lífsgæðadagbókin er eftir Ragnheiði Agnarsdóttur, stofnanda Heilsufélagsins. Ragnheiður stofnaði Heilsufélagið árið 2016 með það að markmiði að bjóða fram lausnir sem auka velgengni fólks og fyrirtækja. Verkefni Heilsufélagsins hafa verið afar fjölbreytt allt frá námskeiðahaldi um orku- og álagsstjórnun, eflingar jákvæðrar fyrirtækjamenningar, útfærslu á styttingu vinnutíma, gerð þjálfunaráætlana, ráðgjöf við jafnlaunaúttektir og stefnumótun fyrir fyrirtæki, sveitafélög, stofnanir og félagasamtök.