Lían

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 3.190 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Ló er einbúi og fiskimaður. Heimili hans er djúnkan hans. Hann er dapur, fiskur er sjaldséður þetta árið. Dag einn biður fjörgömul kona hann að róa með sig yfir vatnið, í þakkarskyni gefur hún honum nokkur lótusfræ.

Þessi fræ eru sérstök, þau eru tekin úr drekakjafti. Ló sáir þeim, og um leið kemur upp lótusakur á einni nótt. Inni á milli blaða eins blómsins birtist lítil stúlka. Hún heitir Lían. Hún er líka sérstök. Hún er með sérgáfur. Og vegna þeirra er hún í hættu.

Chen Jiang Hong fæddist árið 1963 í stórri borg í Norður-Kína. Hann er málari og myndskreytir. Hann stundaði nám við myndlistarháskóla Bejing og Parísar. Hann hefur búið og unnið í París síðan 1987.

Í sögum hans blandast fornar þjóðsögur, menning og saga Kína við tilfinningalíf og tilveruspurningar nútímabarna. Hann notar hefðbundna tækni – blekmálun, án undirbúningsskissu, á hríspappír eða silki – við nútímahönnun á bókum með myndskreytingu fyrir undirstöðu.

Tengdar bækur

Tígrisprinsinn
3.190 kr.
2.690 kr.
2.690 kr.
2.690 kr.
990 kr.
3.990 kr.
4.790 kr.
kafteinn ísland
3.690 kr.
gabríel og skrýtna konan
3.590 kr.

INNskráning

Nýskráning