Lesið í markaðinn

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 421 9.490 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2016 421 9.490 kr.
spinner

Um bókina

Lesið í markaðinn er eitt ítarlegasta rit sem komið hefur út á íslensku um eignastýringu og fjárfestingu. Höfundarnir, Svandís R. Ríkarðsdóttir og Sigurður B. Stefánsson, rekja sögu helstu kenninga um stefnu verðbréfamarkaðarins og uppbyggingu.

Sjónum er einkum beint að kauphöllinni á Wall Street í New York þar sem nær öll fræðileg hugsun um verðbréfamarkað á upptök sín, en kenningar þeirra sem störfuðu þar um aldamótin 1900 eru enn í fullu gildi. Eftir kreppuna miklu beindust sjónir manna í ríkari mæli að innri lögmálum verðbréfaviðskipta. Á eftirstríðsárunum urðu rannsóknir á fjármálamarkaði að háskólagrein og tæknigreining, sem í upphafi fólst í lestri kauphallarstrimils, tók stökkbreytingu með nýrri tölvutækni.

Fjallað er um djúp áhrif þessara hugmynda á sjóðstjórnun. Sveiflur jafnt sem góðæri á síðari hluta 20. aldar kölluðu á nýja hugsun í andstöðu við nýklassíska fjármálafræði og sýn hennar á hinn fullkomna markað. Farið er í saumana á nýjum aðferðum við fjárfestingar á 21. öld og gefin dæmi um þá fjölbreyttu möguleika sem nú bjóðast fjárfestum.

Lesið í markaðinn er lykilrit fyrir fagfjárfesta og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á verðbréfamarkaði.

Tengdar bækur

Ekkert að fela: á slóð Samherja í Afríku
990 kr.3.890 kr.
Undir yfirborðinu
3.690 kr.
WOW – ris og fall flugfélags
990 kr.2.990 kr.
Kaupthinking
1.590 kr.3.490 kr.

INNskráning

Nýskráning