Lér konungur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2010 | 184 | 2.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2010 | 184 | 2.290 kr. |
Um bókina
Hinn aldurhnigni konungur Lér hefur ákveðið að skipta konungsríki sínu á milli dætra sinna þriggja, og skal hlutur hverrar dóttur fara eftir því hvað ást hennar á honum er mikil. En hvað vottar skýrast um ást barna til foreldra? Auðsveipni og fagurgali eldri systranna tveggja eða sjálfstæði og hreinskilni Kordelíu þeirrar yngstu? Æfur af reiði yfir því sem Lér telur skort á ást, afneitar hann Kordelíu og skiptir ríkinu í tvennt á milli eldri systranna. Í hönd fara tímar grimmúðlegrar valdabaráttu, svikráða og upplausnar og það líður ekki á löngu þar til eldri systurnar hafa hrakið föður sinn á burt.
Meistaraverk Shakespeares veitir einstaka innsýn í heim hinna valdaþyrstu, blekkingar þeirra og klæki. Tímalaust listaverk fullt af visku um átök kynslóðanna, drambið, blinduna, brjálsemina og það að missa allt. Lér konungur er kynngimagnað og stórbrotið leikrit, einn frægasti harmleikur Shakespeares. Verkið á erindi við fólk á öllum tímum og er sviðsett í leikhúsum um víða veröld á ári hverju.
Hér er á ferð ný þýðing Þórarins Eldjárns á þessu sígilda meistaraverki sem gerð er í tilefni af uppsetningu á verkinu leikárið 2010-2011.