Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Laufin, trén og vindarnir – ljóðasafn Jóns Óskars
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 93 | 3.620 kr. |
Laufin, trén og vindarnir – ljóðasafn Jóns Óskars
3.620 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 93 | 3.620 kr. |
Um bókina
Jón Óskar (1921–1998) var einn af formbyltingarmönnum ljóðsins á Íslandi, atómskáldunum sem svo voru nefnd. Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína, Skrifað í vindinn, árið 1953 og festi sig í sessi sem byltingarskáld með bókinni Nóttin á herðum okkar, 1958. Sú bók var skreytt blekmyndum Kristjáns Davíðssonar en nokkrar þeirra prýða einnig þetta ljóðaúrval.
Jón Óskar lék í djasshljómsveit á yngri árum og dáleiðandi djassryþmi einkennir mörg hans bestu ljóð. Þessum áleitna takti fylgja fyrirheit um ástríðufullar ástir – ljúfar eða leyndar – von og lífsfögnuð.
Sigurður Ingólfsson ritar formála.
2 umsagnir um Laufin, trén og vindarnir – ljóðasafn Jóns Óskars
Elín Edda Pálsdóttir –
„Þetta traust er alls staðar nærri í ljóðum Jóns Óskars, að til séu eilíf verðmæti sem standist hverja raun: að listir, mannúð, frelsi, ást – hið skapandi líf – lifi, þótt öll myrkraöfl heimsins sameinist um að tortíma því.“
Einar Bragi / Birtingur
Elín Edda Pálsdóttir –
„Bókin er einstaklega falleg, skemmtilega hönnuð og skreytt fjölmörgum teikningum Kristjáns Davíðssonar. … Jóni Óskari auðnaðist að afla sér virðingar samtímamanna sinna fyrir skáldskap sinn og glöggskyggni á samhengi manna og menningar … Endurútgáfa ljóða hans leiðir í ljós að skáldskapur hans lifir enn góðu lífi … af þessu nýja ljóðaúrvali má ljóst vera að endurlestur okkar tíma á arfi Jóns Óskars er hvorttveggja þarfur og áhugaverður.”
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá