Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Látið síga piltar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 350 | 3.100 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 350 | 3.100 kr. |
Um bókina
Hér segir frá daglegu lífi bænda og búaliðs í Hlíðardal, gamaldags verkaskiptingu, ást á fósturjörðinni, samstöðu, nægjusemi og dugnaði. Látið síga piltar er átakasaga bændafólks við náttúruöfl og bankabrögð. Undir sakleysislegu yfirborði leynast hremmilegir atburðir, ástir, slark, áföll og hroðalegir glæpir. Í sögunni vegast á ljúfar frásagnir og lýsingar sem ekki henta viðkvæmum. Undir og yfir svífur hárbeitt háð sem engum hlífir.
3 umsagnir um Látið síga piltar
Bjarni Guðmarsson –
„Hæðin og gamansöm samfélagsádeila, krydduð hispursleysi og spennu. Hittir í mark.“
Ólína Þorvarðsdóttir / DV
Bjarni Guðmarsson –
„Ný Íslendingasaga. Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélagsskoðun, uppfull af gæsku og gamansemi, skrifuð af ást á tungumálinu, harmi og gleði hins fábreytta en fjölþætta lífs.“
Páll Baldvin Baldvinsson
Bjarni Guðmarsson –
„Ef eitthvað einkennir íslenska sagnahefð þá er það frásagnargleðin. Hún er ómæld í nýrri bók Óskar Magnússonar, Látið síga piltar … Höfuðstyrkur Óskars er … næmi fyrir hinu gráglettna í tilverunni.“
Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið