Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2005 | 296 | 920 kr. |
Um bókina
Landneminn mikli er ævisaga Stephans G. Stephanssonar. Stephan er án efa þekktastur íslenskra vesturfara, skáldmæltur norðlenskur bóndasonur sem varð þátttakandi í ævintýralegustu fólksflutningum síðari tíma, landnámi Norður-Ameríku.Í bókinni er fjallað um æskuár Stephans í Skagafirði og Bárðardal, ferð hans og fjölskyldunnar til Bandaríkjanna og landnámsárin í Wisconsin, Dakota og Alberta í Kanada. Verkið gefur einstaka innsýn í líf og örlög íslenskrar alþýðu á nítjándu öld en er jafnframt heillandi saga af böldnum sveitastrák sem varð höfuðskáld Vestur-Íslendinga og jafnframt eitt öndvegisskálda á íslenska tungu. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.