Lærum að vera sjálfbjarga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 41 | 2.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 41 | 2.990 kr. |
Um bókina
Fjórða bókin sem fjallar um fjölskyldu sem býr í gömlu tveggja hæða húsi með stórum garði. Sagt er frá pabba, mömmu, Siggu sex ára og tvíburunum Þóri og Ásu sem nýlega eru orðnir fimm ára.
Sumarið er komið og fjölskyldan fer til Dalvíkur að heimsækja afa og ömmu og síðast enn ekki síst hundinn Kol. Nú styttist í að Ása og Þórir byrji í skóla. Pabbi og mamma ákveða að hætta að hjálpa þeim við alla hluti. Þau eiga að verða sjálfbjarga segir mamma.
Til að byrja með gengur þeim hálf brösulega að muna eftir sundfötunum sínum og að brytja sjálf matinn sinn. Afi býður þeim í siglingu og þar kemur í ljós að þau geta alveg bjargað sér sjálf.
Leiðin liggur á ættarmót þar sem þau kynnast nýgotinni tík með fjóra fallega hvolpa.
Síðsumars kemur frændi þeirra úr sveitinni í heimsókn og færir þeim gjöf sem vekur óblandna ánægju.
Brimrún Birta Friðþjófsdóttir myndskreytti.