Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Kynlíf – já, takk
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 208 | 3.100 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 208 | 3.100 kr. | ||
Rafbók | 2014 | 990 kr. |
Um bókina
Þegar Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir situr fyrir svörum um kynlíf og kynhegðun streyma spurningarnar inn. Og ástæðan er augljós: Svörin hennar eru greinargóð og heiðarleg, á mannamáli, laus við tepru og passlega sexí.
Hér birtist úrval spurninga sem Ragga hefur fengið og svarað – frá konum og körlum, ungum og öldnum; um gamalkunnug málefni og nýstárleg, algeng og sjaldgæf, einföld og flókin. Auk þess geymir bókin gullkorn úr fjölda nýrra viðtala sem Ragga hefur tekið við fólk á öllum aldri um óskir þess og langanir í kynlífinu.
Kynlíf – já, takk er fróðleg og upplýsandi bók, bæði fyrir þá sem hafa stundað kynlíf síðan snemma á síðustu öld og hina sem eru að feta sín fyrstu spor í völundarhúsi Amors.
5 umsagnir um Kynlíf – já, takk
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ragga er nú meiri snillingurinn. Hún kann að orða hlutina og óhætt er að segja að í þessari bók sé allskonar fyrir alla.“
Lóa Pind
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ragga er einstaklega lipur og skemmtilegur penni og kann að koma lesandanum á óvart.“
Marta María Jónasdóttur
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Stíllinn er frábær, ráðin eru snilld og Ragga er æði. Kynlíf, já takk!“
Linda Pétursdóttir
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Þessi bók er eins og allir mínir bestu rekkjunautar: fyndin, óhrædd og kemur sér beint að efninu. Til hamingju, Ragga. Engum rithöfundi hefur tekist að láta mig klára heilann kafla um píkur.“
Páll Óskar
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ég skemmti mér afskaplega vel! … Mikið er dásamlegt að sjá bók sem getur fjallað um þetta á daglegu máli, sem er verulega gott mál … vandlega, skynsamlega, viturlega, skemmtilega, skemmtilega … Svörin eru undartekningarlaust vitræn … Þetta þurfa allir, nema mögulega nunnur og munkar.“
Auður Haralds / Virkir morgnar