Kuðungakrabbarnir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2009 | 2.190 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Rafbók | 2021 | 990 kr. | |||
Kilja | 2009 | 2.190 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2021 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Önnur bókin í hinni vinsælu Neshov-seríu.
Torunn hitti föðurfólkið sitt í fyrsta sinn þegar amma hennar liggur fyrir dauðanum, amman sem hrakti móður hennar ófríska á brott og svipti Torunni þar með kynnum af fjölskyldunni – þar til nú. Áður en Torunn veit af hefur hún bundist þessu bláókunnunga, sérkennilega fólki og örlögum þess miklu sterkari böndum en hún kærir sig um. Og ættaróðalið og leyndardómar þess öðlast sérstakan sess í hjarta hennar.
Kuðungakrabbarnir er sjálfstætt framhald bókarinnar Berlínaraspirnar.
Anne B. Ragde er vinsælasti höfundur Norðmanna um þessar mundir enda skrifar hún eftirminnilegar og sterkar sögur um samskipti fólks og samskiptaleysi, bældar tilfinningar og þjakandi leyndarmál.
Pétur Ástvaldsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Margrét Örnólfsdóttir les.
„Fínar persónur, mjög trúverðugar lýsingar á hversdagslífi.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Kiljan
„Torunn binst föðurfólki sínu sterkum böndum og það sama má segja um mig … og eflaust aðra heillaða lesendur. … Mig langar að fylgjast áfram með þessum einstaklega skemmtilegu sögupersónum.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
[Domar]
„Þeir sem hrifust af fyrri bókinni munu fagna þessari. Eins og ævinlega er Anne B. Ragde einstaklega hittin í sviðsetningum sínum.“
Aftenposten
„… stórsýning á glæsilegri og brýnni skáldskaparlist.“
Dagens Næringsliv
„Fantagóð, grátbrosleg bók.“
Verdens Gang
„Nú verðum við bara að vona að Pétur verði fljótur að þýða [þriðju bókina] því að lesendur bíða í ofvæni.“
Björn Þór Vilhjálmsson / Morgunblaðið
[/Domar]