Kroppurinn er kraftaverk

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 3.190 kr.
spinner

Kroppurinn er kraftaverk

3.190 kr.

Kroppurinn er kraftaverk
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2019 3.190 kr.
spinner

Um bókina

Líkami þinn er snillingur. Hann gerir allskonar stórkostlega hluti, eins og að hoppa, stækka og lækna sárin sín. Ef þú hlustar segir hann þér hvað hann þarf til að vera hraustur og líða vel.

Þessi skemmtilega bók kennir börnum að þykja vænt um líkama sinn, hugsa vel um hann og bera virðingu fyrir líkömum annarra. Það er mikilvægt veganesti sem öll börn ættu að fá að taka með sér út í lífið.

Höfundur bókarinnar er Sigrún Daníelsdóttir og Björk Bjarkadóttir myndskreytti.

7 umsagnir um Kroppurinn er kraftaverk

  1. gudnord


    „Bókin er kærkomin handa foreldrum sem vilja efla sjálfsvirðingu barna sinna, styðja þau til heilbrigðis og velferðar óháð líkamsvexti … Aðferðirnar sem Sigrún beitir eru hugvitssamlegar og skemmtilegar og felast í því að fá þau til að líta inn á við og skynja betur eigin líkama af væntumþykju og í því að fá þau til að horfa í kringum sig og skynja margbreytileikann í fólki og náttúru og sjá hversu ólíkt lífið er fjöldaframleiddum hlutum … Ég veit ekki um neina íslenska bók sem gerir þessu þarfa efni skil og finnst hún bæði nauðsynleg og kærkomin viðbót. Það er ástæða til að bæði þakka og óska höfundi til hamingju með þessa bók.“
    Kristjana Guðbrandsdóttir / DV

  2. gudnord


    Hér er á ferðinni sérlega falleg bók með mikilvægan boðskap. Textinn er skýr og talar til barna allt niður í þriggja ára. Myndirnar eru skemmtilegar og tjáningarríkar.
    Silja Björk Huldudóttir / Morgunblaðið

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

1 2 3 4 5

Tengdar bækur

1.790 kr.
3.690 kr.4.590 kr.
4.390 kr.
2.990 kr.4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning