Krónprinsessan
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 484 | 2.685 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 490 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2013 | 484 | 2.685 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 490 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2022 | App | 1.490 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Charlotte Damgaard er tveggja barna móðir á fertugsaldri sem býr sig undir að flygja manni sínum til starfa í Afríku – þegar síminn hringir að kvöldlagi rétt fyrir jól. Á línunni er forsætisráðherra Dana og býður henni að setjast í stól umhverfisráðherra.
Charlotte nýtur hylli sem ráðherra og brátt er farið að nefna hana krónprinsessu flokksins. En það er ekki einfalt að vera ung kona á ráðherrastóli og innan skamms fer að bersta í hjónabandinu jafnt og sálarlífinu: Umhverfisráðherrann verður að spyrja sjálfa sig til hvers sé barist, hvort hugsjónir hennar og valdið til að hrinda þeim í framkvæmd sé þess virði að öllu sé fórnað.
Krónprinsessan hlaut frábæra dóma í heimalandinu enda er hér á ferð tímabær og áleitin saga um konu á framabraut, um miskunnarleysi fjölmiðlanna og hugsjónir sem víkja fyrir hagsmunum – eða stundum öfugt.
Halldóra Jónsdóttir þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 16 klukkustundir og 11 mínútur að lengd. Esther Talía Casey les.