Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Kortlagning Íslands – Íslandskort 1482-1850
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 182 | 8.490 kr. |
Kortlagning Íslands – Íslandskort 1482-1850
8.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2017 | 182 | 8.490 kr. |
Um bókina
Ísland birtist fyrst á prentuðu landakorti árið 1482. Fjórum öldum síðar hafði tekist að mæla landið og strandlínur þess nægilega vel til að skila réttu korti sem sýndi vogskorna strönd Íslands eins nákvæmlega og unnt var.
Saga þess hvernig lögun Íslands þróaðist á fjórum öldum er heillandi og viðburðarík. Á þessum tíma gerðu kortagerðarmenn um alla Evrópu glæsileg og fagurlega myndskreytt kort af Íslandi og Norður-Atlantshafi sem eru augnayndi og sum hver ein glæsilegustu kort sem nokkru sinni hafa verið prentuð.
Reynir Finndal Grétarsson hefur um árabil safnað Íslandskortum og hann rekur á lifandi og skemmtilegan hátt þessa merku sögu. Í fyrsta sinn eru helstu Íslandskort prentsögunnar birt saman í einni bók í lit.