Konur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2008 | 220 | 2.375 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Hljóðbók - streymi | 2023 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu | |
Kilja | 2008 | 220 | 2.375 kr. | ||
Rafbók | 2017 | 990 kr. |
Um bókina
Konur er fimmta skáldsaga Steinars Braga og vakti mikla eftirtekt þegar hún kom út. Sagan segir frá ungri íslenskri listakonu sem snýr heim til Íslands eftir nokkurra ára dvöl í Bandaríkjunum og reynir að raða saman brotunum í lífi sínu. Lánið virðist leika við hana þegar bankamaður, einn íslensku útrásarvíkinganna, býður henni af örlæti að dvelja endurgjaldslaust í glæsilegri þakíbúð í háhýsi við Sæbraut meðan hún kemur sér fyrir. En smám saman fær hún á tilfinninguna að verið sé að leiða hana í gildru …
Konum var fádæma vel tekið af gagnrýnendum og lesendum og hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 7 klukkustundir og 7 mínútur að lengd. Unnur Birna Jónsdóttir Backman les.
6 umsagnir um Konur
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er spennandi bók. Skemmtileg. Honum tekst að skapa sérkennilegt andrúmsloft einangrunar og innilokunar. Þetta er svona Svava Jakobsdóttir á góðum degi … Honum tekst þetta … Þetta bara gengur upp.“
Gerður Kristný / Mannamál
Bjarni Guðmarsson –
„Steinar Bragi er einfaldlega á stað þar sem aðrir íslenskir höfundar eru ekki.“
Eiríkur Guðmundsson / Kiljan
Bjarni Guðmarsson –
„Þetta er án vafa ein merkasta bókin í þessu jólabókaflóði …“
Gauti Kristmannsson / Víðsjá
Bjarni Guðmarsson –
„Konur er ein magnaðasta bók sem ég hef komist í tæri við í langan tíma.“
Kristján Hrafn / DV
Bjarni Guðmarsson –
„Höfundur hefur aldrei fyrr spennt bogann jafn hátt, eða tekist á jafn agaðan hátt á við jafn margþætt og vandasamt viðfangsefni …“
Björn Þór Vilhjálmsson / Lesbók Morgunblaðsins
Bjarni Guðmarsson –
„Tvímælalaust áhrifamesta verk sem komið hefur út hér á landi í langa tíð.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttablaðið.