Konan í glugganum
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 459 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 459 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Hvað sá konan í glugganum?
Sálfræðingurinn Anna Fox hefur ekki stigið út undir bert loft í tíu langa mánuði; hún ráfar um stóra húsið sitt eins og vofa, týnd í minningum sínum og þokkalega góðu rauðvíni. Sambandinu við heiminn fyrir utan heldur hún með því að fylgjast með nágrönnum sínum út um gluggana, og þegar Russell-fjölskyldan flytur í húsið handan garðsins heillast hún undireins. Þau eru eins og spegilmynd af fjölskyldunni sem hún átti.
Eitt kvöldið rýfur óhugnanlegt óp kyrrðina og Anna verður vitni að atviki sem enginn átti að sjá. En sá hún það í raun og veru? Og mun einhver trúa henni?
Konan í glugganum er fyrsta skáldsaga A.J. Finn en á bak við það nafn dylst bandaríski bókaútgefandinn og ritstjórinn Dan Mallory. Áður en sagan kom út á frummálinu hafði hún selst til nærri fjörutíu landa og kvikmynd er í undirbúningi. Bókin er tilnefnd til Ísnálarinnar 2018, verðlaun sem eru veitt fyrir best þýddu glæpasöguna á íslensku.
Friðrika Benónýsdóttir þýddi.
7 umsagnir um Konan í glugganum
Eldar –
„Þetta er þétt og spennandi glæpasaga, ráðgátan um hvað gerðist í næsta húsi leysist ekki fyrr en á lokasíðunum og lausnin alls ekki fyrirsjáanleg.”
Maríanna Clara Lúthersdóttir / RÚV
Eldar –
„Þar sem sagan á sér nokkrar hliðar er erfitt að hætta lestrnum fyrr en frásögning er á enda komin. Veröldin sem sést út um gluggan í byrjun, er flóknri en svo og það skýrist vel og rækilega eftir því sem á líður. Sannkallaður sálfræðitryllir sem best er að lesa í björtu.”
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið
Eldar –
„[lesandanum] er ráðlagt að halda áfram því verkið hrekkur skyndilega í gang og spennan tekur völdin. Meðfram spennunni fær lesandinn síðan skýringu á því hvað veldur því að Anna hefur ekki treyst sér út fyrir hússins dyr svo lengi (…) Afhjúpunin á hinum seka kemur síðan á óvart, sem er alltaf plús í bókum eins og þessum.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið
Eldar –
„Það er sláandi hversu góðu taki Finn hefur náð á skáldsagnaforminu, en Konan í glugganum er sérlega vel upp byggð og með betri glæpasögum sem komið hafa fram á undanförnum árum.“
Úlfhildur Dagsdóttir / Bokmenntaborgin.is
Eldar –
„Uppáhalds bókin mín það sem af er þessu ári.“
Ragnar Jónasson rithöfundur
Elín Pálsdóttir –
„… grípandi og þroskað verk.“
Library Journal
Elín Pálsdóttir –
„… ein þeirra fágætu bóka sem raunverulega er ekki hægt að leggja frá sér … Frumleg sagan spinnst áfram við undirleik noir-kvikmynda þannig að lesandi fyllist til skiptis ánægju og hrolli.“
Stephen King