Kona tígursins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 360 | 1.190 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 360 | 1.190 kr. |
Um bókina
Unglæknirinn Natalía heldur í leiðangur á Balkanskaga til að hjálpa munaðarleysingjum og stríðshrjáðu fólki. Áralangri styrjöld er lokið en sárin hafa ekki gróið og leyndardómarnir eru margir og grimmir. Á ferð sinni fréttir hún að afi hennar hafi dáið í afskekktu þorpi en enginn veit um erindi hans þangað.
Natalía fer að leita sannleikans og rifjar um leið upp sögur afa síns, sögurnar af manninum sem gat ekki dáið, af tígrinum sem slapp úr dýragarði og hélt íbúum lítils þorps í greipum skelfingar og af mállausu stúlkunni sem elskaði tígurinn. En hvað er saga og hvað raunveruleiki?
Téa Obreht fæddist 1985 í Serbíu og ólst upp hjá afa sínum, sem var kaþólskur Slóveni, og ömmu, sem var Bosníumúslimi. Síðar flutti hún til Bandaríkjanna og skrifaði Konu tígursins sem er byggð á fólkinu hennar, þjóðtrú og sögnum sem hún ólst upp við.
Bókin hlaut geysigóðar viðtökur og mikið lof; Obreht er yngsti höfundur sem unnið hefur hin virtu Orange-verðlaun og var yngst á lista tímaritsins The New Yorker yfir bestu ungu rithöfundana. Bókin var valin ein af bestu bókum ársins 2011 af The New York Times, Entertainment Weekly, Vogue, The Wall Street Journal, O: The Oprah Magazine, The Economist, Chicago Tribune, The Seattle Times, Library Journal og Publisher‘s Weekly.
Guðni Kolbeinsson þýddi.
5 umsagnir um Kona tígursins
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Téa notar tvær lykilsögur úr munnlegri frásagnarhefð sem hún fléttar listilega frásögnina … Verk Téu er töfrandi og nístandi fagurt. Báðar þessar sögur rista djúpt og verða kraftmikil minni.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Áhugaverð saga og töluvert óvenjuleg í vestrænu bókmenntasamhengi. Minnir helst á suðuramerísku Töfraraunsæisbókmenntirnar … og er þar ekki leiðum að líkjast … Þýðing Guðna Kolbeinssonar er vönduð og á fallegu máli …“
Friðríka Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Aðall þessarar marglofuðu verðlaunasögu Téu Obreht er hversu vel henni tekst að tvinna saman ólíka þræði menningarheims Balkanskagans … Fyrst og fremst er verkið þó skemmtilegt; óður til breyskrar mannskepnunnar í öllum sínum fjölbreytileika.“
Fríða Björk Ingvarsdóttir / Víðsjá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Téa notar tvær lykilsögur úr munnlegri frásagnarhefð sem hún fléttar listilega frásögnina … Verk Téu er töfrandi og nístandi fagurt. Báðar þessar sögur rista djúpt og verða kraftmikil minni.“
Kristjana Guðbrandsdóttir / DV
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Heillandi saga, feikilega vel fléttuð, skrifuð af miklu innsæi … sagan heimtar beinlínis að hún sé lesin …“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn