Kamban – líf hans og starf
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 451 | 6.215 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 451 | 6.215 kr. |
Um bókina
Guðmundur Kamban fór ungur út í heim að afla sér frægðar. Hann sló snemma í gegn í Danmörku sem leikskáld og leikstjóri, reyndi fyrir sér í Englandi og Bandaríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi – var á faraldsfæti, skrifaði, leikstýrði og fékkst við kvikmyndagerð. Leikrit hans vöktu hrifningu og skáldsagan Skálholt kom út víða og hlaut frábæra dóma austan hafs og vestan. Þjóðverjar sýndu verkum Kambans alla tíð áhuga og eftir valdatöku nasista fékk hann ýmis verkefni og tækifæri í Þýskalandi, og síðan í Danmörku eftir hernámið þar. Þessi tengsl leiddu til þess að danskir andspyrnumenn drápu hann í stríðslok.
Enn hefur Kamban ekki hlotið uppreisn æru í Danmörku og löngum hafa menn velt vöngum yfir því hvort þessi stórláti maður var nasisti eða bara tækifærissinni. Hér fer Sveinn Einarsson rækilega í saumana á dauða hans og dregur fram margvísleg gögn sem varpa nýju ljósi á málið en jafnframt fjallar hann af næmi og skilningi um verk Kambans og viðburðaríka ævi.
Sveinn Einarsson er einn helsti leikhúsmaður landsins, var lengi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og seinna Þjóðleikhúsinu, auk annarra starfa að menningarmálum. Hann hefur skrifað fjölda bóka um íslenska leiklist og rannsakað ævi og verk Guðmundar Kambans um árabil.
*****
„… þakkarvert og merkilegt innlegg í bókmenntasögu okkar Íslendinga.“
Ólína Þorvarðardóttir / DV
„Verk Sveins Einarsson er mikið afrek og vandaður kafli í sögu íslenskrar menningar.“
Svavar Gestsson / Svavar.is
„Stóra ævisagan í þessu flóði. Doðrantur um stórmenni úr fortíðinni. Gríðarlegur fróðleikur um hálfgleymt skáld. Mikilvæg bók, skrifuð af nánast eina manninum sem hefur skoðað viðfangsefnið og hefur yfirsýn yfir það svið sem hann starfaði á.“
Þorgeir Tryggvason / Kjarninn.is
„Vönduð og merk ævisaga.“
Jón Yngvi Jóhannsson / Fréttablaðið
***1/2
„…þörf upprifjun á verkum þessa höfudnar og gefur okkur góða innsýn í líf hans og list.“
Skafti Þ. Halldórsson / Morgunblaðið