Kærleikur og friður – lifi lífið!
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 205 | 6.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 205 | 6.090 kr. |
Um bókina
Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur er þekktur ræðumaður og prédikari. Hann er einnig kunnur greinarhöfundur í Morgunblaðinu þar sem um 600 greinar eftir hann hafa birst á undanförnum árum.
Sigurbjörn hefur ort trúarljóð í yfir 20 ár og gefið út fjölmargar ljóða- og bænabækur. Til marks um vinsældir þeirra hafa 55 ljóða hans birst yfir 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu. Ljóð hans eru einlæg og kærleiksrík, nærandi og huggandi. Þau lýsa staðfastri trú á kærleikans Guð og Jesú Krist sem leiðtoga lífsins. Hér birtast 100 ljóð eftir Sigurbjörn, sum ný en önnur vel þekkt.
Árið 2022 kom út hljómdiskurinn Lifi lífið með lögum eftir Jóhann Helgason, tónlistarmann og tónskáld, við 10 ljóð eftir Sigurbjörn. Fjölmargir flytjendur léðu tónlistinni vængi, Sönghópurinn Fósturvísarnir, Sigríður Guðnadóttir, Páll Rósinkranz, Regína Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Helgason og Snorri Snorrason. Um hljóðfæraleik sáu Jóhann Helgason, Snorri Snorrason, Rakel Björt Helgadóttir og Þórir Úlfarsson.
Nú hafa organistarnir Arnór B. Valbergsson og Jónas Þórir útsett þessi lög fyrir almennan söng, einsöng og flutning blandaðra kóra, og birtast lögin hér í bókinni ásamt þremur öðrum lögum við ljóð Sigurbjörns eftir þau Jónas Þóri, Helgu Þórdísi Guðmundsdóttur og Stefán Birkisson.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar