Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 439 | 1.190 kr. |
Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus
1.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 439 | 1.190 kr. |
Um bókina
Meistaraverk mexíkóskra bókmennta eftir Elenu Poniatowsku, einn af merkustu rithöfundum Rómönsku Ameríku, er komin út á íslensku. Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus segir frá ævi og örlögum fátæku indíánakonunnar Jesúsu Palancares á stormasömum tímum í Mexíkó.
Jesúsa er hörð af sér og býður öllum birginn. Móðurlaus eltir hún föður sinn í mexíkósku byltingunni og giftist höfuðsmanni sem misþyrmir henni. Hún verður fljótlega ekkja og hrekst til Mexíkóborgar þar sem hún vinnur vanþakklát störf hinna fátæku. Ævisaga hennar lýsir ótrúlegri lífsbaráttu; Jesúsa er á jaðri samfélagsins, skuldar engum neitt og gefst ekki upp – hún er engri lík.
Þessi sérstaka og áhrifamikla saga hefur verið gefin út hátt í fjörutíu sinnum í Mexíkó og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Poniatowska hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín.
María Rán Guðjónsdóttir þýddi.
7 umsagnir um Jesúsa: Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus
Elín Pálsdóttir –
„Lesandinn (verður) heltekinn af þessum heimi og þessari konu og kvíðir því einu að sagan taki enda. Stórkostleg ævisaga konu sem endurspeglar það versta og besta í okkur öllum. Mannbætandi lestur.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Elín Pálsdóttir –
„Meistaraverk. Sumar bækur eru þannig að maður les þær og mælir síðan með þeim við alla sem maður hittir. Þetta er þannig bók … Aðalpersónan Jesúsa er bæði ómótstæðileg og ógleymanleg.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Elín Pálsdóttir –
„Lesandinn mun heillast, hrylla sig og reyna að ná áttum í lífskjörum sem okkar dögum, okkar stað í tilverunni eru óskiljanleg.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn
Elín Pálsdóttir –
„… bókin er heillandi. Hið ótrúlega lífshlaup Jesúsu og styrkur hleypti í mig krafti … Jesúsa er afgerandi rödd hinna afskiptu, sem taka því sem hver dagur ber í skauti sér, með stolti, styrk og dugnaði.“
Kolbrún Lilja Kolbeinsdóttir / Spássían
Elín Pálsdóttir –
„Meistaraverk tuttugustu aldarinnar.”
San Francisco Chronicle
Elín Pálsdóttir –
„Ástríðuþrungið og óvægið snilldarverk.”
Publishers Weekly
Elín Pálsdóttir –
„… höfundi tekst að ljá öllum blásnauðum og réttindalausum Mexíkóum rödd.”
The New York Times Book Review