Jekyll & Hyde
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2011 | CD | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Geisladiskur | 2011 | CD | 990 kr. |
Um bókina
Sagan um hinn virðulega Jekyll lækni og fólið Hyde sem í honum býr kom fyrst út árið 1886 og varð mjög vinsæl. Ásamt Gulleyjunni hefur hún haldið nafni Stevensons á lofti. Höfundur fléttar hér meistaralega frásögn um tvíeðli mannsins, freistingar og ógnir sálarlífsins, óheft og lokkandi frelsi frá öllum skyldum andspænis vináttu og góðum siðum. Hrollvekjandi og dularfullt andrúmsloftið og lýsingar á þokuslunginni. Lundúnaborg þessa tíma gera söguna afar eftirminnilega.
Robert Louis Stevenson fæddist árið 1850 í Edinborg. Hann nam lögfræði en sneri sér síðan að skrifum. Eftir hann liggja auk styttri og lengri sagna ferðabækur, ritgerðir og ljóð. Hann settist að lokum að á Suðurhafseyjum og lést árið 1894.
Arnar Jónsson les.
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.