Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Játningar mjólkurfernuskálds
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 240 | 3.590 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 240 | 3.590 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 990 kr. |
Um bókina
Vika 1 í nýja skólanum
• Komast í slæman félagsskap. Smámál – allir eru hræddir við dópsala eins og mig.
• Alls ekki fara í forprófið fyrir spurningakeppni grunnskólanna.
• Skoða kennslumyndbönd í reykingum.
• Alls, alls ekki láta undan tilraunum sætasta stráksins í skólanum til samskipta. Þótt hann sé með sítt hár.
• Læra að nota fljótandi augnmálningu. Muna: Kaupa nóg af eyrnapinnum og hreinsivökva.
• Gera þetta allt án þess að steypast í félagslega glötun, lækka í einkunnum eða lenda í vandræðum heima …
• Komast í slæman félagsskap. Smámál – allir eru hræddir við dópsala eins og mig.
• Alls ekki fara í forprófið fyrir spurningakeppni grunnskólanna.
• Skoða kennslumyndbönd í reykingum.
• Alls, alls ekki láta undan tilraunum sætasta stráksins í skólanum til samskipta. Þótt hann sé með sítt hár.
• Læra að nota fljótandi augnmálningu. Muna: Kaupa nóg af eyrnapinnum og hreinsivökva.
• Gera þetta allt án þess að steypast í félagslega glötun, lækka í einkunnum eða lenda í vandræðum heima …
Játningar mjólkurfernuskálds er drepfyndin saga um fermingarstúlku á villigötum, bleikklæddar kennarasleikjur og svarthærða gothara, sæta spurningakeppnisnörda – og allar spurningarnar sem er svo erfitt að svara.
Játningar mjólkurfernuskálds er fyrsta skáldsaga Arndísar Þórarinsdóttur.
httpv://www.youtube.com/watch?v=vA1XpWwk68o
– oOo –
httpv://www.youtube.com/watch?v=qJOuqo-L3Kk
„Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og vonandi sú fyrsta af mörgum. Bókin er stórskemmtileg, fyndin og viðburðarík, og sögð af mikilli frásagnargleði. Hún er með betri unglingabókum sem ég hef lesið.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
„Þrælskemmtileg og spennandi unglingasaga.“
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir / Fréttablaðið
„Arndís skrifar skemmtilegan og lipran texta sem rennur vel … Sagan er líka áhrifarík og heldur manni vel við efnið. … skemmtileg lesning fyrir alla unglinga og ætti að vera hvetjandi fyrir hvern og einn að berjast fyrir því að fá að vera hann sjálfur, sem og að sýna öðru fólki umburðarlyndi þó það sé ekki eins og maður sjálfur.“
Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið
Birta Björnsdóttir / Morgunblaðið
„Arndís Þórarinsdóttir á hrós skilið fyrir Játningar mjólkurfernuskálds. … Í sögunni er allt sem þarf til að gera góða unglingasögu, ást, svik, lygar og svo framvegis en gamansamur stíllinn og skemmtilegt líkingamál gerir söguna að því sem hún er, frásögn af stelpu í leit að sjálfri sér, góðri skemmtun og umhugsunarverðri gagnrýni á aðstæður barna og unglinga bæði hér á Íslandi og úti í hinum stóra heimi.“
María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn
María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn